Loftslag, náttúruvernd og umhverfi

Kraftmiklar alvöru aðgerðir í loftslagsmálum

Loftslag, náttúruvernd og umhverfi

Stærsta áskorunin sem mannkynið stendur frammi fyrir er að vinna gegn loftslagsvánni og draga sem verða má úr áhrifum hennar.

Minna kolefnisspor

Ráðast þarf í markvissar aðgerðir til að minnka kolefnisspor Íslendinga.  Samfylkingin vill stuðla  að auknu gagnsæi og upplýsingagjöf um uppruna og framleiðsluaðferðir vöru og þjónustu  til að  neytendur eigi auðveldara með að taka upplýsta ákvörðun um matarvenjur, ferðavenjur og aðra neyslu. Slíkar merkingar á innlendri framleiðslu gætu skapað íslenskum afurðum sérstöðu á innlendum sem og erlendum mörkuðum.

Kolefnisspor bygginga og heimila fólks eru ekki þekkt almenningi en ættu að vera það. Samfylkingin vill skapa sterka hvata til að nýta umhverfisvæna og loftslagsvæna kostir við nýbyggingar og að stutt verði í auknum mæli við nýsköpun á sviði sjálfbærra lausna í byggingariðnaði.