Loftslag, náttúruvernd og umhverfi
Kraftmiklar alvöru aðgerðir í loftslagsmálum
Loftslag, náttúruvernd og umhverfi
Stærsta áskorunin sem mannkynið stendur frammi fyrir er að vinna gegn loftslagsvánni og draga sem verða má úr áhrifum hennar.
Veldu málefni undir jafnaðarstefna í náttúruvernd, loftslags- og umhverfismálum
- Inngangur
- Loftslagsmarkmið
- Orkuskipti
- Almenningssamgöngur
- Grænn fjárfestinga- og nýsköpunarsjóður
- Náttúran og bann við olíuvinnslu
- Sjálfbær sjávarútvegur
- Hringrásarhagkerfi
- Landnýting og landbúnaður
- Kolefnisspor
- Umhverfisréttlæti og aðkoma almennings
Stærsta áskorunin sem mannkynið stendur frammi fyrir er að vinna gegn loftslagsvánni og draga sem verða má úr áhrifum hennar.
Stærsta áskorunin sem mannkynið stendur frammi fyrir er að vinna gegn loftslagsvánni og draga sem verða má úr áhrifum hennar. Framtíð mannkyns veltur á því að ríki, stór og smá, taki höndum saman um róttækar breytingar á framleiðslu og lifnaðarháttum. Við Íslendingar erum rík þjóð, búum yfir gnótt auðlinda og höfum skyldum að gegna við heimsbyggðina og komandi kynslóðir.
Sífellt kemur betur í ljós að Íslendingar vilja taka fullan þátt í að vinna gegn loftslagsvánni en skort hefur pólitíska forystu á landsvísu. Samfylkingin ætlar að breyta þessu og vill að lífskjarasókn okkar byggist á sjálfbærri þróun, varfærinni hagnýtingu auðlinda og vernd náttúru og líffræðilegs fjölbreytileika. Ísland á að skipa sér í fremstu röð á alþjóðavettvangi sem grænt hagkerfi og leggja áherslu á sjálfbæran orkubúskap og að varðveita ósnortin víðerni. Til þess að við getum stöðvað bruna jarðefnaeldsneytis, dregið með markvissum hætti úr losun gróðurhúsalofttegunda og orðið leiðandi í grænni uppbyggingu þarf almannavaldið, ríki og sveitarfélög, að taka frumkvæði og ryðja brautina. Samfylkingin mun lýsa yfir neyðarástandi vegna hamfarahlýnunar.
Samfylkingin vill að farin verði leið réttlátra umskipta í glímunni við loftslagsvána eins og alþjóðlega verkalýðshreyfingin hefur kallað eftir. Engin samfélagssátt næst um hröð orkuskipti og aðrar breytingar á atvinnu- og lifnaðarháttum nema félagsleg sjónarmið séu höfð að leiðarljósi og tryggt að kostnaður falli ekki á herðar tekjulægri hópum eða íbúum í dreifðum byggðum umfram aðra.