Loftslag, náttúra og umhverfi

Kraftmiklar alvöru aðgerðir í loftslagsmálum

Loftslag, náttúra og umhverfi

Loftslagsváin og rýrnun líffræðilegrar fjölbreytni er mesta áskorun sem mannkynið stendur frammi fyrir.

4.4. Grænn fjárfestinga- og nýsköpunarsjóður

Samhliða því að draga úr losun frá atvinnulífi leggur Samfylkingin áherslu á aukna nýsköpun sem drifkraft breytinga og fjölgun grænna starfa sem styrkja markmið Íslands í loftslagsmálum, stuðla að varðveislu eða endurheimt umhverfisgæða og vistkerfa, bættri orku- og auðlindanýtingu og lágmörkun úrgangs.

Samfylkingin vill styðja við þróun loftslagslausna og græns hátækniiðnaðar og auka vægi loftslagsvænnar atvinnuuppbyggingar á Íslandi. Samfylkingin vill setja á stofn grænan fjárfestinga- og nýsköpunarsjóð sem tekur mið af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og af vísinda- og tæknistefnu Íslands. Með því viljum við skapa jarðveg fyrir sprotafyrirtæki og félagasamtök sem geta unnið að loftslagslausnum með opinberum stuðningi og ýta undir góða stjórnarhætti hjá félögum sem sjóðurinn fjárfestir í.