Loftslag, náttúruvernd og umhverfi
Framtíð mannkyns veltur á því að ríki, stór og smá, taki höndum saman um róttækar breytingar á framleiðslu og lifnaðarháttum.
Loftslag, náttúruvernd og umhverfi
Samfylkingin vill að farin verði leið réttlátra umskipta í glímunni við loftslagsvána eins og alþjóðlega verkalýðshreyfingin hefur kallað eftir.
Veldu málefni undir loftslag, náttúruvernd og umhverfi
- Kolefnisfótspor
- Hringrásarhagkerfi
- Sjálfbær sjávarútvegur og bann við olíuvinnslu
- Náttúran á að njóta vafans
- Grænn fjárfestingarsjóður
- Almenningssamgöngur
- Orkuskipti
- Loftslagsmarkmið
- Lofstlagsváinn
Sjálfbær sjávarútvegur og bann við olíuvinnslu
Samfylkingin vill beita skattalegum hvötum til að draga úr kolefnisspori sjávarútvegsins og tryggja að öll ný skip gangi fyrir endurnýjanlegri orku að fullu eða að hluta. Miklu skiptir að bruni og flutningur á svartolíu verði bannaður á norðurslóðum líkt og Alþjóðasiglingamálastofnunin (IMO) hefur gert sunnan 66. gráðu suðlægrar breiddar. Ísland á að vinna að þessu markmiði á vettvangi IMO, Norðurskautsráðsins, á vettvangi norrænnar samvinnu og í samvinnu við önnur Evrópuríki. Aldrei skal borað eftir jarðefnaeldsneyti á íslensku yfirráðasvæði og festa þarf bann við slíku í lög.
Samfylkingin bendir sérstaklega á hættuna sem sjávarútvegi okkar stafar af loftslagsbreytingum, ekki síst af súrnun sjávar, og mun beita sér fyrir stórauknum rannsóknum á því sviði í samstarfi við aðrar strandþjóðir.