Loftslag, náttúruvernd og umhverfi
Kraftmiklar alvöru aðgerðir í loftslagsmálum
Loftslag, náttúruvernd og umhverfi
Stærsta áskorunin sem mannkynið stendur frammi fyrir er að vinna gegn loftslagsvánni og draga sem verða má úr áhrifum hennar.
Veldu málefni undir jafnaðarstefna í náttúruvernd, loftslags- og umhverfismálum
- Inngangur
- Loftslagsmarkmið
- Orkuskipti
- Almenningssamgöngur
- Grænn fjárfestinga- og nýsköpunarsjóður
- Náttúran og bann við olíuvinnslu
- Sjálfbær sjávarútvegur
- Hringrásarhagkerfi
- Landnýting og landbúnaður
- Kolefnisspor
- Umhverfisréttlæti og aðkoma almennings
Hraðari orkuskipti
Til þess að ná árangri í loftslagsmálum þarf að ráðast í markvissar aðgerðir til að hraða orkuskiptum í samgöngum og iðnaði, á sjó, landi og í innanlandsflugi. Sanngjörn gjaldtaka á losun kolefnis verður mikilvægur liður í þessu en brýnt er að slík gjöld séu útfærð í samráði við samtök launafólks, bitni ekki á tekjulægri hópum og að heildaráhrif komi ekki ójafnt niður á fólki eftir því hvar á landinu það býr. Orkunotkun þarf að vera þjóðhagslega hagkvæm. Í því sambandi þarf sérstaklega að huga að gagnaverum og stóriðju.
Samfylkingin vill stóraukinn stuðning við uppbyggingu rafhleðslu-, metan- og vetnisstöðva um allt land svo raunhæft verði að hætta nýskráningu bensín- og dísilfólksbíla frá og með árinu 2025. Einnig er brýnt að mótuð verði raunhæf en metnaðarfull áætlun um að hætta nýskráningu flutningabíla, hópferðabíla og vinnuvéla sem ganga eingöngu fyrir jarðefnaeldsneyti. Raf-, metan- eða vetnisbílar sem fluttir eru inn þurfa einnig að standast kröfur um förgun og endurnýjun enda ekki í boði að skipta bensín- og dísil bifreiðum út fyrir annan ferðamáta ef ekki er raunverluleg bót fyrir umhverfið með aðgerðunumLoks þarf að innleiða hvata og/eða kvaðir sem tryggja að bílaleigur leigi í auknum mæli út hreinorkubíla í stað bensín- og dísilbíla.
Samhliða þessu þarf að styrkja flutnings- og dreifikerfi rafmagns svo að kerfið geti staðið undir auknu álagi vegna orkuskiptanna.