Loftslag, náttúruvernd og umhverfi

Kraftmiklar alvöru aðgerðir í loftslagsmálum

Loftslag, náttúruvernd og umhverfi

Stærsta áskorunin sem mannkynið stendur frammi fyrir er að vinna gegn loftslagsvánni og draga sem verða má úr áhrifum hennar.

Sjálfbær sjávarútvegur

Samfylkingin vill beita skattalegum hvötum til að draga úr kolefnisspori sjávarútvegsins og tryggja að öll ný skip gangi fyrir endurnýjanlegri orku að fullu eða að hluta. Miklu skiptir að bruni og flutningur á svartolíu verði bannaður á norðurslóðum líkt og Alþjóðasiglingamálastofnunin (IMO) hefur gert sunnan 66. gráðu suðlægrar breiddar. Ísland á að vinna að þessu markmiði á vettvangi IMO, Norðurskautsráðsins, á vettvangi norrænnar samvinnu og í samvinnu við önnur Evrópuríki.