Sterk almenn velferðarþjónusta

Velferðarsamfélag jafnaðarmanna byggist á almennum réttindum og skyldum sem gilda jafnt fyrir alla

Sterk almenn velferðarþjónusta

Samfylkingin vill halda uppi sterkri almennri velferðarþjónustu á Íslandi til þess að uppfylla kröfur okkar og hugsjónir um félagslegt réttlæti. Það er ein af grunnstoðum norrænna jafnaðarsamfélaga ásamt skipulögðum og heilbrigðum vinnumarkaði og ábyrgri hagstjórn sem miðar að fullri atvinnu.

Fangar eiga að fá tækifæri til ábyrgðar, endurreisnar og farsællar endurkomu út í samfélagið

Samfylkingin vill að yfirvöld komi fram við fanga af virðingu og tryggi örugga, mannúðlega og vel skipulagða afplánun og betrunarvistun. Fangar eiga að fá tækifæri til ábyrgðar, endurreisnar og farsællar endurkomu út í samfélagið. Menntunarúrræði, starfsþjálfun, öflug sálfræðiþjónusta og tækifæri til samfélagsþjónustu í stað refsivistar eru lykilatriði og geta dregið úr líkum á endurteknum afbrotum.

Brýnt er að íslenska ríkið dragi lærdóm af fjölmörgum dæmum um að fólk sé frelsissvipt að tilhæfulausu eða haldið í gæsluvarðhaldi lengur en þörf var á.