Sterk almenn velferðarþjónusta

Velferðarsamfélag jafnaðarmanna byggist á almennum réttindum og skyldum sem gilda jafnt fyrir alla

Sterk almenn velferðarþjónusta

Samfylkingin vill halda uppi sterkri almennri velferðarþjónustu á Íslandi til þess að uppfylla kröfur okkar og hugsjónir um félagslegt réttlæti. Það er ein af grunnstoðum norrænna jafnaðarsamfélaga ásamt skipulögðum og heilbrigðum vinnumarkaði og ábyrgri hagstjórn sem miðar að fullri atvinnu.

Stöndum með heilbigðisstarfsfólki

Viðvarandi mönnunarvandi er aðkallandi úrlausnarefni í íslenskri heilbrigðisþjónustu og lausn hans kallar á skýra pólitíska forystu, langtímastefnumótun og samhæfðar aðgerðir.   Til þess þarf fyrst og fremst að gera kjör og starfsaðstæður allra þeirra sem vinna á heilbrigðisstofnunum samkeppnishæf; draga úr vinnuálagi og bæta vinnuaðbúnað og starfsskilyrði þannig að faglært fólk kjósi að starfa í heilbrigðiskerfinu. Rýna þarf starfsmannaþörf framtíðarinnar og grípa til aðgerða í menntakerfinu þannig að fleiri geti menntað sig í Heilbrigðisfræðum. Þá er mikilvægt að íbúum landsbyggðanna sé tryggð nauðsynleg heilbrigðisþjónusta og þarf að huga að því hvort beita eigi ívilnandi aðgerðum til að laða að heilbrigðisstarfsfólk.