Stjórnarfar, mannréttindi og lýðræði
Samfylkingin gefur aldrei afslátt af þessum grundvallarkröfum siðaðs samfélags.
Stjórnarfar og mannréttindi
Ísland á að vera samfélag þar sem allir borgarar eru jafnir fyrir lögum og njóta fullra mannréttinda án mismununar, svo sem vegna fötlunar, kyns, kynhneigðar og kynvitundar, efnahags, búsetu, uppruna eða stöðu að öðru leyti.
Veldu málefni undir jafnaðarstefnan og mannréttindi
- Inngangur
- Stjórnarskrárumbætur
- Réttarríkið Ísland og jafnræði
- Mannúðlegt fangelsiskerfi
- Þolendavænt réttarkerfi
- Tjáningarfrelsi og fjórða stoðin – fjölmiðlar
- Stjórnsýslan
- Barnvænt samfélag
- Lýðræði
- Inngilding fólks af erlendum uppruna
- Trúfrelsi
- Jafnrétti
- Hinsegin fólk
Tjáningarfrelsi og fjórða stoðin – fjölmiðlar
Frjálsir fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í lýðræðisþjóðfélagi og eru nauðsynleg undirstaða upplýstrar þjóðfélagsumræðu. Ísland á að vera í fremstu röð á sviði fjölmiðlafrelsis. Tryggja þarf rekstrargrundvöll einkarekinna fréttamiðla með ríkisframlögum samkvæmt fyrirsjáanlegum leikreglum og jafna samkeppnisstöðu gagnvart erlendum stórfyrirtækjum. Þá vill Samfylkingin standa vörð um sjálfstæði Ríkisútvarpsins og tryggja stofnuninni fyrirsjáanleika og nægt bolmagn til að upplýsa og veita aðhald án óeðlilegra afskipta valdhafa. Þá er brýnt að löggjöf um meiðyrði standist kröfur um hlutverk fjölmiðla í nútímasamfélagi í samræmi við tjáningarfrelsisákvæði mannréttindasáttmála Evrópu.
Tjáningarfrelsi er ein af grunnstoðum opins lýðræðisþjóðfélags en frelsi fylgir ábyrgð. Samfylkingin tekur afdráttarlausa afstöðu gegn hatursorðræðu sem er sett fram í þeim tilgangi að ýta undir andúð og fordóma í garð tiltekinna einstaklinga eða hópa og kallar eftir auknum aðgerðum við að taka af festu á hatursorðræðu með það að markmiði að uppræta hana.