Stjórnarfar, mannréttindi og lýðræði
Samfylkingin gefur aldrei afslátt af þessum grundvallarkröfum siðaðs samfélags.
Stjórnarfar og mannréttindi
Ísland á að vera samfélag þar sem allir borgarar eru jafnir fyrir lögum og njóta fullra mannréttinda án mismununar, svo sem vegna fötlunar, kyns, kynhneigðar og kynvitundar, efnahags, búsetu, uppruna eða stöðu að öðru leyti.
Veldu málefni undir jafnaðarstefnan og mannréttindi
- Inngangur
- Stjórnarskrárumbætur
- Réttarríkið Ísland og jafnræði
- Mannúðlegt fangelsiskerfi
- Þolendavænt réttarkerfi
- Tjáningarfrelsi og fjórða stoðin – fjölmiðlar
- Stjórnsýslan
- Barnvænt samfélag
- Lýðræði
- Inngilding fólks af erlendum uppruna
- Trúfrelsi
- Jafnrétti
- Hinsegin fólk
Inngilding fólks af erlendum uppruna
Samfylkingin fagnar auknum fjölbreytileika íslensks samfélags og leggur áherslu á mikilvægi inngildingar til að aðfluttir landsmenn njóti jafnræðis á við aðra íbúa. Framlag innflytjenda hefur skilað miklum efnahagslegum og samfélagslegum verðmætum á Íslandi. Farsæl inngilding er lykilatriði til að innflytjendur þekki réttindi sín og skyldur, hafi aðgang að almannagæðum til jafns við aðra íbúa og geti verið virkir þátttakendur í þjóðfélaginu og lýðræðinu. Sértækar aðgerðir til að jafna aðstöðumun aðfluttra og innfæddra eru því fjárfesting til framtíðar sem skilar auknum félagslegum hreyfanleika og jöfnuði. Sérstaklega þarf að huga að þörfum og jöfnun aðstöðumunar bæði barna og foreldra í skóla- og frístundastarfi. Mikilvægt er að hafa inngildingu og samráð við íbúa af erlendum uppruna að leiðarljósi í stefnumótun og við endurskoðun opinberrar þjónustu með það að markmiði að mæta betur mismunandi þörfum og efla vitneskju þeirra um réttindi sín og aðgang að opinberri þjónustu.
Samfylkingin leggur áherslu á að koma í veg fyrir að til verði erlend undirstétt á Íslandi sem býr við verri stöðu, aðbúnað og launakjör en aðrir. Til að svo geti orðið þarf að innleiða menntastefnu sem jafnar aðstöðumun barna og atvinnustefnu sem stendur undir lífvænlegum kjörum. Taka verður fast á félagslegum undirboðum á vinnumarkaði, vinna gegn launamun og ryðja úr vegi hindrunum sem innflytjendur verða fyrir, jafnt á almennum vinnumarkaði og hjá hinu opinbera, við að finna vinnu við sitt hæfi.
Það þarf að gera með því að liðka fyrir náms- og atvinnuþátttöku innflytjenda og stuðla að því að menntun þeirra, færni og reynsla fáist viðurkennd og sé bæði metin til námseininga og launa. Gera þarf raun- og starfsfærnimat í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins aðgengilegra fyrir fólk af erlendum uppruna og auka möguleika þess að fá vottorð sem gilda á vinnumarkaði til að bæta launalega samningsstöðu sína.
Tryggja þarf að launafólk af erlendum uppruna njóti sömu réttinda og verndar og innfæddir á vinnu- og húsnæðismarkaði svo að það sé ekki útsett fyrir brotastarfsemi. Jafnframt þarf beittari refsi- og verndarúrræði þegar launafólk verður fyrir launaþjófnaði, vinnumansali og annars konar misnotkun, þar á meðal kynferðislegri áreitni og ofbeldi.
Mikilvægt er íslenska verði áfram samskiptamál þorra landsmanna. Samfylkingin vill opna fyrir þátttöku allra í íslensku málsamfélagi. Til þess þarf átak til að snúa við þeirri þróun að hópar innflytjenda séu einangraðir frá íslenskumælandi samfélagi og hafi litla möguleika eða hvata til að læra íslensku. Íslenskukennsla á að vera aðgengileg bæði vinnandi fólki og einstaklingum án atvinnu á fjölbreyttu formi sem tekur mið af mismunandi aðstæðum og þörfum fólks, þar á meðal foreldraskyldum. Hið opinbera þarf í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins að koma að greiðslu fyrir íslenskunámskeið. Hið opinbera þarf í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins að koma að greiðslu fyrir íslenskunámskeið. Jafnframt þarf að auka námsframboð fyrir fólk sem talar ekki íslensku bæði á framhalds- og háskólastigi, ekki síst á sviði starfs-, iðn- og tæknináms.
Samfylkingin vill fara í markvissar aðgerðir til að vinna gegn andúð, fordómum og hatursorðræðu sem á rætur að rekja til útilokandi þjóðernishyggju og tryggja þar með að aðflutt fólk upplifi sig velkomið og öruggt á Íslandi.
Flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd
Samfylkingin vill koma til móts við fólk sem leggur á flótta undan ofsóknum, stríðsátökum og öðrum áföllum af mannavöldum eða náttúruhamförum út frá grunngildum jafnaðarstefnunnar með mannúð og virðingu fyrir mannréttindum að leiðarljósi.
Samfylkingin styður móttöku flóttafólks til endurbúsetu í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (kvótaflóttafólk) með sérstakri áherslu á hópa sem eru útsettir fyrir mismunun, ofbeldi og jaðarsetningu í heimalandinu.
Samfylkingin leggur jafnframt áherslu á að virða þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands, reglugerðir Evrópusambandsins sem ná til Íslands, tilmæli Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna og fyrirmyndir annars staðar frá sem samræmast grunngildum jafnaðarstefnunnnar.
Bæta þarfmálsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd til að tryggja skjóarii afgreiðslu mála og örugga brottvísun þeirra sem er synjað, og hag þeirra sem eiga rétt á dvalarleyfi hér á landi enda stuðlar styttri biðtími að minni kostnaði og farsælli inngildingu. Mikilvægt er að tekið sé tillit til þarfa og aðstæðna barna í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur var hérlendis að frumkvæði Samfylkingarinnar. Þá leggur Samfylkingin áherslu á réttaröryggi og mannhelgi umsækjenda um alþjóðlega vernd og þeirra sem hafa fengið synjun, þ.m.t. einstaklinga í umborinni dvöl, og leggst gegn varðhaldsvistun nema í undantekningartilvikum þegar nauðsyn ber til og engin önnur úrræði duga.
Í þeim tilvikum sem einstaklingar með alþjóðlega vernd hafa hlotið dóm fyrir alvarleg afbrot, eru taldir hættulegir umhverfi sínu eða ógn við öryggi ríkisins skal afturkalla verndina og brottvísa svo framarlega sem það samræmist alþjóðlegum mannréttindaskuldbindingum Íslands.
Efla þarf innviði og verklag hins opinbera móttökukerfis flóttafólks, bæði fullorðinna einstaklinga, foreldra og barna, í virku samráði og samstarfi milli stofnana ríkis og sveitarfélaga sem og félagasamtaka.
Samfylkingin telur réttað öll sveitarfélög geri samning við ríkið um samræmda móttöku flóttafólks og að réttindi flóttafólks og upplýsingagjöf sé samræmd þvert á sveitarfélög til að fyrirbyggja mismunun á grundvelli búsetu.
Mikilvægt er að virða rétt flóttafólks til fjölskyldusameiningar í samræmi við tilmæli Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Jafn mikilvægt er að flóttafólk, sem hefur fengið fjölskyldusameiningu samþykkta, hljóti skilvirka aðstoð við að koma fjölskyldu sinni í öruggt skjól og inngildingu.
Í þeim tilvikum sem einstaklingar með alþjóðlega vernd hafa hlotið dóm fyrir alvarleg afbrot, eru taldir hættulegir umhverfi sínu eða ógn við öryggi ríkisins skal heimilt að afturkalla verndina og brottvísa svo framarlega sem það samræmist alþjóðleglegum mannréttindaskuldbindingum Íslands.