Stjórnarfar, mannréttindi og lýðræði

Samfylkingin gefur aldrei afslátt af þessum grundvallarkröfum siðaðs samfélags.

Stjórnarfar og mannréttindi

Ísland á að vera samfélag þar sem allir borgarar eru jafnir fyrir lögum og njóta fullra mannréttinda án mismununar, svo sem vegna fötlunar, kyns, kynhneigðar og kynvitundar, efnahags, búsetu, uppruna eða stöðu að öðru leyti.

Trúfrelsi og jafnræði og umburðarlyndi

Samfylkingin stendur vörð um trúfrelsi og vill tryggja jafnræði allra trú- og lífsskoðunarfélaga gagnvart ríkisvaldinu, að því gefnu að félögin brjóti ekki á réttindum þeirra sem aðild eiga að viðkomandi félagi.