Stjórnarfar og mannréttindi

Samfylkingin berst fyrir auknu lýðræði, valddreifingu og jafnri aðstöðu allra einstaklinga til þátttöku í ákvörðunum sem varða þá sjálfa og samfélagið allt.

Stjórnarfar og mannréttindi

Við viljum samfélag þar sem öll eru jöfn fyrir lögum og njóta fullra mannréttinda án mismununar, svo sem vegna fötlunar, kyns, kynhneigðar og kynvitundar, efnahags, uppruna eða stöðu að öðru leyti.

Trúfrelsi og jafnræði og umburðarlyndi

Samfylkingin stendur vörð um trúfrelsi og vill tryggja jafnræði allra trú-og lífsskoðunarfélaga gagnvart ríkisvaldinu, brjóti þau ekki á réttindum þeirra sem aðild eiga að viðkomandi félagi. Samfylkingin styður því aðskilnað ríkis og kirkju.