Stjórnarfar og mannréttindi
Samfylkingin berst fyrir auknu lýðræði, valddreifingu og jafnri aðstöðu allra einstaklinga til þátttöku í ákvörðunum sem varða þá sjálfa og samfélagið allt.
Stjórnarfar og mannréttindi
Við viljum samfélag þar sem öll eru jöfn fyrir lögum og njóta fullra mannréttinda án mismununar, svo sem vegna fötlunar, kyns, kynhneigðar og kynvitundar, efnahags, uppruna eða stöðu að öðru leyti.
Veldu málefni undir jafnaðarstefnan og mannréttindi
- Inngangur
- Ný stjórnarskrá byggð á tillögum stjórnlagaráðs
- Réttarríkið
- Löggæsla
- Þolendavænt réttarkerfi
- Tjáningarfrelsi
- Stjórnsýslan
- Barnvænt samfélag
- Lýðræði
- Fjölbreytt samfélag
- Trúfrelsi
- Launamunur
- Hinsegin fólk
Varðveisla um réttarríkið Ísland
Öll eiga að hafa greiðan aðgang að dómstólum óháð efnahag, uppruna og stöðu að öðru leyti. Gæta þarf sérstaklega að stöðu jaðarsettra hópa við meðferð mála á öllum stigum. Samfylkingin vill auka aðgengi að og tryggja gjafsókn og auka upplýsingagjöf um hana. Þá vil Samfylkingin einnig tryggja gjaldfrjálsa lagaráðgjöf til fólks sem á rétt á gjafsókn.
Til að rétturinn til sanngjarnrar málsmeðferðar fyrir óvilhöllum dómstóli sé virtur þarf sjálfstæði og óhlutdrægni dómsvaldsins að vera ótvírætt og fagleg sjónarmið að ráða för við skipun dómara. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipunar dómara í Landsrétt er mikilvæg áminning um þetta. Niðurstöðuna þarf að taka alvarlega með viðeigandi ráðstöfunum gagnvart þeim dómþolum sem brotið hefur verið á.
Samfylkingin vill að réttarkerfið sé varið fyrir óeðlilegum afskiptum valdhafa og misbeitingu veitingarvalds í þágu flokkspólitískra hagsmuna. Þetta er ein af forsendum þess að grundvallarreglur réttarríkisins séu virtar, að Íslendingar uppfylli alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar og að auka megi traust almennings til dómstóla.