Stjórnarfar og mannréttindi
Samfylkingin berst fyrir auknu lýðræði, valddreifingu og jafnri aðstöðu allra einstaklinga til þátttöku í ákvörðunum sem varða þá sjálfa og samfélagið allt.
Stjórnarfar og mannréttindi
Við viljum samfélag þar sem öll eru jöfn fyrir lögum og njóta fullra mannréttinda án mismununar, svo sem vegna fötlunar, kyns, kynhneigðar og kynvitundar, efnahags, uppruna eða stöðu að öðru leyti.
Veldu málefni undir jafnaðarstefnan og mannréttindi
- Inngangur
- Ný stjórnarskrá byggð á tillögum stjórnlagaráðs
- Réttarríkið
- Löggæsla
- Þolendavænt réttarkerfi
- Tjáningarfrelsi
- Stjórnsýslan
- Barnvænt samfélag
- Lýðræði
- Fjölbreytt samfélag
- Trúfrelsi
- Launamunur
- Hinsegin fólk
Opið og fjölbreytt samfélag
Bætt staða innflytjenda á Íslandi er ekki aðeins réttlætismál heldur lykillinn að farsælli uppbyggingu fjölmenningarsamfélags þar sem fjölbreytni, gagnkvæmur skilningur og jöfnuður fara hönd í hönd. Samfylkingin vill liðka fyrir atvinnuþátttöku innflytjenda með sveigjanlegra regluverki og stuðla að því að menntun þeirra fáist í auknum mæli viðurkennd og metin til launa. Það skilar samfélaginu aukinni þekkingu og mannauði. Auðvelda þarf fólki utan EES-svæðisins að setjast að og vinna á Íslandi. Þá á íslenskukennsla að vera ódýr eða gjaldfrjáls og aðgengileg á fjölbreyttu formi. Samfylkingin telur að hið opinbera eigi að koma að greiðslu fyrir íslenskunámskeið sem séu aðgengileg bæði vinnandi fólki og einstaklingum án atvinnu. Auka þarf til muna námsframboð fyrir fólk sem talar ekki íslensku bæði á framhalds- og háskólastigi.
Stjórnvöld eiga að leita allra leiða til að virkja fólk af erlendum uppruna til þátttöku í samfélaginu. Ráðast þarf í markvissar aðgerðir til að vinna gegn fordómum og tryggja að aðfluttir upplifi sig velkomna. Vinna þarf gegn óútskýrðum launamun þessa hóps.
Samfylkingin vill ráðast í gagngera endurskoðun á útlendingalöggjöfinni og móttökukerfi umsækjenda um alþjóðlega vernd með mannúð að leiðarljósi og hliðsjón af mannréttindasáttmálum sem Ísland hefur staðfest. Harka gagnvart umsækjendum um alþjóðlega vernd stríðir gegn grunngildum okkar um samhygð og samstöðu.