Stjórnarfar og mannréttindi
Samfylkingin berst fyrir auknu lýðræði, valddreifingu og jafnri aðstöðu allra einstaklinga til þátttöku í ákvörðunum sem varða þá sjálfa og samfélagið allt.
Stjórnarfar og mannréttindi
Við viljum samfélag þar sem öll eru jöfn fyrir lögum og njóta fullra mannréttinda án mismununar, svo sem vegna fötlunar, kyns, kynhneigðar og kynvitundar, efnahags, uppruna eða stöðu að öðru leyti.
Veldu málefni undir jafnaðarstefnan og mannréttindi
- Inngangur
- Ný stjórnarskrá byggð á tillögum stjórnlagaráðs
- Réttarríkið
- Löggæsla
- Þolendavænt réttarkerfi
- Tjáningarfrelsi
- Stjórnsýslan
- Barnvænt samfélag
- Lýðræði
- Fjölbreytt samfélag
- Trúfrelsi
- Launamunur
- Hinsegin fólk
Betrunarvist og virðing við fanga
Samfylkingin vill að yfirvöld komi fram við fanga af virðingu og tryggi örugga, mannúðlega og vel skipulagða afplánun og betrunarvistun. Fangar eiga að fá tækifæri til ábyrgðar, endurreisnar og farsællar endurkomu út í samfélagið. Menntunarúrræði, starfsþjálfun, öflug sálfræðiþjónusta og tækifæri til samfélagsþjónustu í stað refsivistar eru lykilatriði og geta dregið úr líkum á endurteknum afbrotum.
Brýnt er að íslenska ríkið dragi lærdóm af fjölmörgum dæmum um að fólk sé frelsissvipt að tilhæfulausu eða haldið í gæsluvarðhaldi lengur en þörf var á.