Stjórnarfar, ríkisvald og mannréttindi

Samfylkingin berst fyrir auknu lýðræði, valddreifingu og jafnri aðstöðu allra einstaklinga til þátttöku í ákvörðunum sem varða þá sjálfa og samfélagið allt.

Stjórnarfar, ríkisvald og mannréttindi

Við viljum samfélag þar sem allir eru jafnir fyrir lögum og njóta fullra mannréttinda án mismununar, svo sem vegna kyns, kynhneigðar, efnahags, uppruna, búsetu eða stöðu að öðru leyti.

Lýðræði og þátttaka

Samfylkingin vill að almennur kosningaréttur miðist við 16 ára aldur og að gripið verði til markvissra aðgerða til að auka kosninga- og stjórnmálaþátttöku ungs fólks. Fara þarf í sérstakt átak til að auka þátttöku fólks af erlendum uppruna í kosningum hér á landi. Auka þarf beina aðkomu almennings að stefnumótun hjá ríki og sveitarfélögum, bæði með samráði eftir rafrænum leiðum og með reglulegum þjóðfundum um mikilsverð málefni. Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu eiga að vega jafnt og þingstyrkur stjórmálaflokka á að samræmast kjörfylgi þeirra.