Stjórnarfar, ríkisvald og mannréttindi

Samfylkingin berst fyrir auknu lýðræði, valddreifingu og jafnri aðstöðu allra einstaklinga til þátttöku í ákvörðunum sem varða þá sjálfa og samfélagið allt.

Stjórnarfar, ríkisvald og mannréttindi

Við viljum samfélag þar sem allir eru jafnir fyrir lögum og njóta fullra mannréttinda án mismununar, svo sem vegna kyns, kynhneigðar, efnahags, uppruna, búsetu eða stöðu að öðru leyti.

Skaðaminnkun og afglæpavæðing neysluskammta

Samfylkingin vill endurskoða refsiramma vímuefnalöggjafarinnar og auka stuðning og aðstoð við þá sem glíma við vímuefnavanda. Vímuefnaneysla er heilbrigðisvandamál og varsla neysluskammta á ekki að vera refsiverð.

Stjórnvöld eiga að styðja við jaðarsetta hópa og vinna út frá skaðaminnkandi nálgun með ráðgjöf og stuðningi, nálaskiptaþjónustu, hjálp við að draga úr líkum á smiti og sýkingum og aðstoð við að komast í sértækari heilbrigðisþjónustu. Aðgengi að gagnreyndri meðferð er mikilvægt fyrir fólk með vímuefnavanda en skaðaminnkun tekur á þeirri staðreynd að margir sem nota vímuefni eru ófærir um eða vilja ekki hætta notkun þeirra á tilteknum tíma. Því er mikilvægt að bjóða þjónustu og stuðning sem stuðlar að því að lágmarka áhættu og skaða af áframhaldandi notkun vímuefna fyrir einstakling, fjölskyldu og samfélag.