Stjórnarfar, ríkisvald og mannréttindi

Samfylkingin berst fyrir auknu lýðræði, valddreifingu og jafnri aðstöðu allra einstaklinga til þátttöku í ákvörðunum sem varða þá sjálfa og samfélagið allt.

Stjórnarfar, ríkisvald og mannréttindi

Við viljum samfélag þar sem allir eru jafnir fyrir lögum og njóta fullra mannréttinda án mismununar, svo sem vegna kyns, kynhneigðar, efnahags, uppruna, búsetu eða stöðu að öðru leyti.

Umbætur í jafnréttismálum

Samfylkingin er femínískur flokkur sem vill jafna stöðu kynjanna og ráðast af alefli gegn kynbundnum launamun. Við viljum vinna gegn kerfisbundinni mismunun og fordómum og tryggja jafna meðferð á öllum sviðum samfélagsins óháð kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu.

Ísland á að skipa sér í fremstu röð á alþjóðavísu hvað varðar réttarstöðu hinseginfólks, kynsegin fólks og fólks með ódæmigerð kyneinkenni. Vinna þarf áfram að bættri réttarstöðu þessara hópa í samvinnu við félög og fulltrúa þeirra.