Fréttir í {{value}}

FréttirSamfylkingar­innar
í {{value}} 2021

Helga Vala fréttabanner

Samfylkingin fyrir fjölskyldurnar í landinu

Í dag göngum við til Alþingiskosninga um allt land. Flokkarnir hafa kynnt stefnumál sín undanfarnar vikur, hitt og hringt í kjósendur og drukkið ógrynni bolla af kaffi.

Með Samfylkingu gegn sérhagsmunum

Ég hef verið fötluð alla mína ævi og barist fyrir réttindum mínum, réttindum annars fatlaðs fólks og mannréttindum í samfélaginu öllu. Ég er jafnaðarmaður því ég sé og finn á eigin skinni hvernig gæðunum er misskipt, hve mörg sóknartækifæri við höfum í íslensku samfélagi sem eru vannýtt.

Guðmundur Andri fréttabanner,

Þetta er hægt

Alls staðar í kringum okkur er verið að kjósa vinstri stjórnir undir forystu sósíaldemókrata, flokkana sem gert hafa Norðurlöndin að farsælustu ríkjum heims með sinni mildu og mannúðlegu stefnu sem hefur hagsmuni almennings alltaf að leiðarljósi. Hefðbundin sýn hægrimanna beið skipbrot í Kórónaveirufaraldrinum.

Sögulegt tækifæri

Samfylkingin er í sókn um allt land og meðbyrinn áþreifanlegur.

Tækifæri til að breyta

Markaðshagkerfið er ekkert annað en rammi sem við höfum komið okkar saman um. Allar niðurstöður á markaði eru pólitískar enda hafa stjórnmálin mikil áhrif á leikreglurnar sem við spilum eftir.

Betri heilbrigðisþjónustu

Það ástand sem ríkt hefur í þjóðfélaginu síðustu misserin í kjölfar heimsfaraldurs hefur sýnt fram á mikilvægi heilbrigðiskerfisins í landinu og að allir hafi jafnt aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu.

Alvöru aðgerðir í loftslagsmálum

Loftslagsmálin eru brýnasta málið sem heimsbyggðin verður að leysa. Þar duga engin vettlingatök. Á Íslandi er losun gróðurhúsalofttegunda á hvern íbúa sú mesta í Evrópu. Ábyrgð okkar er því sannarlega mikil og  skylda okkar að tryggja komandi kynslóðum lífvænleg skilyrði.

Ísland, ESB og evran

Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu sumarið 2009 en þá var Samfylkingin í ríkisstjórn ásamt Vinstri grænum. Eftir alþingiskosningarnar 2013 sleit ný ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks viðræðunum með bréfi sem sent var til aðalstöðva ESB í Brussel. Síðan eru liðin átta löng ár og hagsmunum Íslands gagnvart ESB hefur lítið verið sinnt af þeim þrem ríkisstjórnum sem setið hafa.

Nú eru allir jafnaðarmenn!

Eins og haust fylgir sumri, þá er hægt að treysta því að tveimur vikum fyrir alþingiskosningar tali frambjóðendur flestra – nei, svei mér þá, allra – stjórnmálaflokka eins og þau séu nýstigin úr stjórnmálaskóla Samfylkingarinnar: jöfn tækifæri, jöfnuður, jafnrétti og kvenfrelsi, bæta kjör þeirra verst settu, draga úr skerðingum, hækka barnabætur, efla heilbrigðiskerfið, skiptum byrðunum með sanngjörnum hætti, nýtum skattkerfið til að létta undir með þeim sem raunverulega þurfa á því að halda, og þannig mætti áfram telja.

Ó­bæri­legt ó­gagn­sæi eftir­launa eldri borgara

Eldri borgarar á eftirlaunum hjá Tryggingastofnun ríkisins skila inn tekjuáætlun til stofnunarinnar í árslok fyrir komandi ár. Þar tíunda þeir samviskulega væntanlegar tekjur sínar sem oftast eru tekjur úr lífeyrissjóði og örlitlar fjármagnstekjur af sparireikningum sínum. Sparireikningarnir bera yfirleitt neikvæða ávöxtun, en þessir litlu vextir teljast þó tekjur og eru reiknaðir þeim til skerðingar á ellilífeyri að fullu.

Opnum faðminn

Rannveig Guðmundssdóttir og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifa um skort á mannúð ríkistjórnarinnar gagnvart umsækjendum um alþjóðlega vernd.